Innlent

Ósammála um hvort bókað var

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra minnist þess ekki að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi óskað eftir sérstakri bókun í ríkisstjórn varðandi fyrirvara sína gagnvart samningsmarkmiðum Íslendinga í viðræðum við Evrópusambandið (ESB).

Ögmundur segist hins vegar hafa óskað eftir bókun. „Það fór fram umræða við ríkisstjórnarborðiðþar sem ég gagnrýndi samningsmarkmiðin og setti skýra fyrirvara. Ég tók málið síðan aftur upp í ríkisstjórn í ágúst og óskaði eftir sérstakri bókun þar,“ segir Ögmundur.

Össur segir vel skiljanlegt að Ögmundur orði þetta með þessum hætti, hvað bókun varðar, því ríkisstjórnarfundurinn hafi verið hávaðasamur vegna deilna hans og Ögmundar um þrennt; afnám gjaldeyrishafta, gjaldeyrissamstarf og upptöku evru.

„Ég minnist þess ekki að nokkur hafi á þessum ríkisstjórnarfundi bókað formlega fyrirvara, þrátt fyrir þau sterku orð sem látin voru falla,“ segir Össur.- kóp / sjá síðu 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×