Lífið

Fæðing í jarðskjálfta

Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá trúlofun Kristjáns Guy Burgess, aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, upplýsingafulltrúa í fjármálaráðuneytinu.

Þá áttu þau von á sínu fyrsta barni en þau hófu sambúð í Vesturbænum í vor. Kristján upplýsti það svo á Facebook-síðu sinni í gær að hraustur og fallegur drengur hefði komið í heiminn með miklum látum í hádeginu á fimmtudaginn, eða um svipað leyti og jarðskjálfti upp á 4,6 á Richter mældist á Suðurlandi.

Miðað við þessa öflugu innkomu er ólíklegt að einhvern lognmolla verði í kringum erfingjann þegar og ef hann lætur til sín taka á stjórnmálasviðinu eins og foreldrar hans hafa gert í Samfylkingunni og Vinstri grænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×