Hétu því að spila meira heima 1. september 2012 12:00 My Bubba & Mi Íslensk-sænski nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi urðu óvænt að hljómsveit þegar ítalskur kaffihúsaeigandi heyrði tónsmíðar þeirra á "open mic“. „Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu," segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lardotter. Þrátt fyrir þjóðerni sín flokka þær sig sem nokkuð danska hljómsveit og hafa spilað um heiminn undanfarin fjögur ár. Fyrsta þessa mánaðar gaf Kimi Records út hljómplötu þeirra Wild & You og fagna þær áfanganum með útgáfutónleikum í Norræna húsinu í kvöld kvöld klukkan níu. Tónlistarkonan Sóley flytur einnig perlur sínar á tónleikunum. „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum. Við áttum tvö lög og ákváðum að spila á „open mic" í Kaupmannahöfn. Þar gekk ítalskur kaffihúsaeigandi fram hjá og vildi fá okkur til að spila hjá sér. Við ákváðum að fara og skrifuðum tíu lög á einni viku. Þegar út var komið leiddi eitt af öðru og okkur var boðið að taka upp plötu á Ítalíu," segir Guðbjörg um sögu dúettsins. „Brátt bættist við hollenskt útgáfufyrirtæki og annað þýskt og við fórum að túra um Evrópu og Bandaríkin." Á sama tíma héldu þær fáa tónleika heima, það er á Íslandi og Danmörku, en eru að bæta úr því þessa stundina. „Áramótaheitið var að spila meira heima hjá okkur. Við erum líka að vinna í danskri útgáfu og höfum verið að túra þar. Svo við erum að vinna í áramótaheitinu okkar," segir Guðbjörg og bætir við að þær spili á Iceland Airwaves-hátíðinni. Aðgangseyrir á tónleika þeirra og Sóleyjar er einungis 1.500 kr. og fer miðasala fram við hurð. - hþt Lífið Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu," segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lardotter. Þrátt fyrir þjóðerni sín flokka þær sig sem nokkuð danska hljómsveit og hafa spilað um heiminn undanfarin fjögur ár. Fyrsta þessa mánaðar gaf Kimi Records út hljómplötu þeirra Wild & You og fagna þær áfanganum með útgáfutónleikum í Norræna húsinu í kvöld kvöld klukkan níu. Tónlistarkonan Sóley flytur einnig perlur sínar á tónleikunum. „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum. Við áttum tvö lög og ákváðum að spila á „open mic" í Kaupmannahöfn. Þar gekk ítalskur kaffihúsaeigandi fram hjá og vildi fá okkur til að spila hjá sér. Við ákváðum að fara og skrifuðum tíu lög á einni viku. Þegar út var komið leiddi eitt af öðru og okkur var boðið að taka upp plötu á Ítalíu," segir Guðbjörg um sögu dúettsins. „Brátt bættist við hollenskt útgáfufyrirtæki og annað þýskt og við fórum að túra um Evrópu og Bandaríkin." Á sama tíma héldu þær fáa tónleika heima, það er á Íslandi og Danmörku, en eru að bæta úr því þessa stundina. „Áramótaheitið var að spila meira heima hjá okkur. Við erum líka að vinna í danskri útgáfu og höfum verið að túra þar. Svo við erum að vinna í áramótaheitinu okkar," segir Guðbjörg og bætir við að þær spili á Iceland Airwaves-hátíðinni. Aðgangseyrir á tónleika þeirra og Sóleyjar er einungis 1.500 kr. og fer miðasala fram við hurð. - hþt
Lífið Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira