Tuttugasta platan frá Kiss 4. október 2012 00:01 Rokkararnir í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næsta mánuði. nordicphotos/getty Goðsagnirnar í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næstu viku. Tæp fjörutíu ár eru liðin frá stofnun rokksveitarinnar. Tuttugasta hljóðsversplata rokkgoðsagnanna í Kiss, Monster, kemur út í næstu viku. Hún hefur að geyma tólf beinskeytt rokklög úr smiðju söngvarans og gítarleikarans Pauls Stanley, bassaleikarans tungulipra Genes Simmons, gítarleikarans Tommys Thayer og trommarans Erics Singer. Monster er fyrsta hljóðversplata Kiss síðan Sonic Boom kom út fyrir þremur árum. Hún var sú fyrsta í ellefu ár frá sveitinni og komst í annað sæti á bandaríska Billboard-listanum. Upptökustjóri á báðum þessum plötum var Paul Stanley. Honum til aðstoðar var Greg Collins og fóru upptökurnar fram í Kaliforníu. Ferill Kiss hefur verið magnaður. Á þeim tæpu fjörutíu árum frá stofnun hljómsveitarinnar hafa 28 plötur hennar náð gullsölu í Bandaríkjunum [hálf milljón eintaka], sem er það mesta sem nokkurt bandarískt rokkband hefur náð. Sveitin hefur selt fjörutíu milljón plötur í Bandaríkjunum og samtals yfir eitt hundruð milljónir í öllum heiminum. Kiss á rætur sínar að rekja til Wicked Lester, rokkhljómsveitar frá New York með Gene Simmons og Paul Stanley í fararbroddi. Þeir sögðu skilið við hina meðlimina árið 1972 eftir að Epic Records hafnaði útgáfu á plötu sem þeir höfðu tekið upp. Seinna sama ár kom Simmons auga á auglýsingu í tímaritinu Rolling Stone frá trommaranum Peter Criss. Hann byrjaði að æfa með þeim félögum og í janúar árið eftir bættist gítarleikarinn Ace Frehley við hópinn. Á sama tíma var nafninu Wicked Lester hent og Kiss tekið upp í staðinn. Kiss hefur verið dugleg við tónleikahald bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár, við góðar undirtektir hinna fjölmörgu aðdáenda sveitarinnar. Þar syngja þeir hástöfum með goðunum sínum í lögum á borð við Rock and Roll All Nite, I Was Made For Lovin' You og Lick It Up. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Goðsagnirnar í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næstu viku. Tæp fjörutíu ár eru liðin frá stofnun rokksveitarinnar. Tuttugasta hljóðsversplata rokkgoðsagnanna í Kiss, Monster, kemur út í næstu viku. Hún hefur að geyma tólf beinskeytt rokklög úr smiðju söngvarans og gítarleikarans Pauls Stanley, bassaleikarans tungulipra Genes Simmons, gítarleikarans Tommys Thayer og trommarans Erics Singer. Monster er fyrsta hljóðversplata Kiss síðan Sonic Boom kom út fyrir þremur árum. Hún var sú fyrsta í ellefu ár frá sveitinni og komst í annað sæti á bandaríska Billboard-listanum. Upptökustjóri á báðum þessum plötum var Paul Stanley. Honum til aðstoðar var Greg Collins og fóru upptökurnar fram í Kaliforníu. Ferill Kiss hefur verið magnaður. Á þeim tæpu fjörutíu árum frá stofnun hljómsveitarinnar hafa 28 plötur hennar náð gullsölu í Bandaríkjunum [hálf milljón eintaka], sem er það mesta sem nokkurt bandarískt rokkband hefur náð. Sveitin hefur selt fjörutíu milljón plötur í Bandaríkjunum og samtals yfir eitt hundruð milljónir í öllum heiminum. Kiss á rætur sínar að rekja til Wicked Lester, rokkhljómsveitar frá New York með Gene Simmons og Paul Stanley í fararbroddi. Þeir sögðu skilið við hina meðlimina árið 1972 eftir að Epic Records hafnaði útgáfu á plötu sem þeir höfðu tekið upp. Seinna sama ár kom Simmons auga á auglýsingu í tímaritinu Rolling Stone frá trommaranum Peter Criss. Hann byrjaði að æfa með þeim félögum og í janúar árið eftir bættist gítarleikarinn Ace Frehley við hópinn. Á sama tíma var nafninu Wicked Lester hent og Kiss tekið upp í staðinn. Kiss hefur verið dugleg við tónleikahald bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár, við góðar undirtektir hinna fjölmörgu aðdáenda sveitarinnar. Þar syngja þeir hástöfum með goðunum sínum í lögum á borð við Rock and Roll All Nite, I Was Made For Lovin' You og Lick It Up. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira