Aðsókn að leikskólum og gæslu barna jókst eftir hrun 29. ágúst 2012 05:30 oddný sturludóttir Aðsókn að leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar hefur aukist eftir hrun. Ýmsir óttuðust hið gagnstæða og að bágt efnahagsástand þýddi það að margir þyrftu að neita sér um þjónustuna. Mannekla er svipuð og verið hefur undanfarin ár. Í desember 2009 sóttu 78% reykvískra barna á aldrinum tveggja til fimm ára leikskóla borgarinnar. Það hlutfall var komið í 81% í desember 2011. Um 95% barna á þessum aldri í borginni sækja einhverja dagvistun. „Þetta er jákvætt því margir hafa óttast að aðsókn myndi minnka í kjölfar kreppunnar, en við sjáum það ekki í þessum tölum heldur þvert á móti," segir Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Sú breyting hefur einnig orðið að börnin eru yngri þegar þau þurfa á þjónustu að halda. „Það eru afleiðingar af breytingum á fæðingarorlofinu, fólk getur því miður ekki verið jafn lengi heima og það gat áður og það ætti að vera forgangsmál stjórnvalda að leiðrétta fæðingarorlofslöggjöfina. Tímalengd þjónustunnar hefur einnig aukist, en það þýðir aukna mönnun fyrir okkur." Ástandið í starfsmannamálum á leikskólum er svipað og undanfarin ár. Eftir er að ráða í um níutíu stöðugildi á leikskólunum, þar af 69 stöðugildi leikskólakennara á deild. Þá vantar um það bil eitt hundrað starfsmenn á frístundaheimili. Oddný segir starfsemi þeirra að miklu leyti byggjast á háskólanemum í hlutastarfi. Þegar stundatöflur séu tilbúnar megi gera ráð fyrir því að takist að ráða í stöðurnar. Það eigi að einhverju leyti einnig við um leikskólana. Skortur hefur verið á menntuðum leikskólakennurum undanfarin ár og engin breyting er á því. Börnum í mataráskrift í grunnskólum hefur fjölgað. Haustið 2010 voru 83% grunnskólabarna í mataráskrift, en 90% árið 2011. Þá hefur heimsóknum tíu til tólf ára barna í félagsmiðstöðvar og frístundaklúbba fjölgað um helming frá árinu 2009, úr 17.544 í 32.235 árið 2011. Heimsóknum aldurshópsins þrettán til fimmtán ára hefur fjölgað úr 122 þúsund í 142 þúsund á sama tímabili. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Aðsókn að leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar hefur aukist eftir hrun. Ýmsir óttuðust hið gagnstæða og að bágt efnahagsástand þýddi það að margir þyrftu að neita sér um þjónustuna. Mannekla er svipuð og verið hefur undanfarin ár. Í desember 2009 sóttu 78% reykvískra barna á aldrinum tveggja til fimm ára leikskóla borgarinnar. Það hlutfall var komið í 81% í desember 2011. Um 95% barna á þessum aldri í borginni sækja einhverja dagvistun. „Þetta er jákvætt því margir hafa óttast að aðsókn myndi minnka í kjölfar kreppunnar, en við sjáum það ekki í þessum tölum heldur þvert á móti," segir Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Sú breyting hefur einnig orðið að börnin eru yngri þegar þau þurfa á þjónustu að halda. „Það eru afleiðingar af breytingum á fæðingarorlofinu, fólk getur því miður ekki verið jafn lengi heima og það gat áður og það ætti að vera forgangsmál stjórnvalda að leiðrétta fæðingarorlofslöggjöfina. Tímalengd þjónustunnar hefur einnig aukist, en það þýðir aukna mönnun fyrir okkur." Ástandið í starfsmannamálum á leikskólum er svipað og undanfarin ár. Eftir er að ráða í um níutíu stöðugildi á leikskólunum, þar af 69 stöðugildi leikskólakennara á deild. Þá vantar um það bil eitt hundrað starfsmenn á frístundaheimili. Oddný segir starfsemi þeirra að miklu leyti byggjast á háskólanemum í hlutastarfi. Þegar stundatöflur séu tilbúnar megi gera ráð fyrir því að takist að ráða í stöðurnar. Það eigi að einhverju leyti einnig við um leikskólana. Skortur hefur verið á menntuðum leikskólakennurum undanfarin ár og engin breyting er á því. Börnum í mataráskrift í grunnskólum hefur fjölgað. Haustið 2010 voru 83% grunnskólabarna í mataráskrift, en 90% árið 2011. Þá hefur heimsóknum tíu til tólf ára barna í félagsmiðstöðvar og frístundaklúbba fjölgað um helming frá árinu 2009, úr 17.544 í 32.235 árið 2011. Heimsóknum aldurshópsins þrettán til fimmtán ára hefur fjölgað úr 122 þúsund í 142 þúsund á sama tímabili. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira