Lífið

Crowe og Keating skiptast á Íslandskveðjum

Russel Crowe og Ronan Keating sjást hér báðir á Reykjavíkurflugvelli þar sem þeir stoppuðu með nokkurra daga millibili.
Russel Crowe og Ronan Keating sjást hér báðir á Reykjavíkurflugvelli þar sem þeir stoppuðu með nokkurra daga millibili. Mynd/Vísir
Það hefur líklegast farið framhjá fæstum að Ronan Keating var staddur hérlendis yfir Verslunarmannahelgina. Ennþá færri hafa eflaust misst af því að Russel Crowe er staddur hér þessa dagana að leika í myndinni Noah.

Það sem færri vita kannski er að þeir virðast vera hinir mestu mátar. Í gær setti Crowe inná Twitter-síðu sína lýsingu á lifnaðarháttum sínum á Íslandi um þessar mundir þar sem hann býr við eldfjallajökul og þarf að ganga upp á fjall á hverjum degi til að komast í vinnu.

Keating var ekki lengi að bregðast við og sendi Crowe línu á vefnum þar sem hann sagði „Þetta er áhugaverður staður, ég elskaði hann," og átti þá við Ísland. Crowe svaraði félaga sínum þá með orðunum „Leitt að hafa misst af þér" og Keating skellti á hann kveðjunni „Sjáumst fljótt einhverstaðar. Farðu vel með þig." - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×