Stelpurnar elska mig 13. júlí 2012 12:00 vinsæll og veit af því "Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum,“ segir Siggi Hlö um nýja plötu sína. fréttablaðið/pjetur „Ég veit ekki betur en að ég sé með eina þátt landsins sem býður upp á að fólk geti hringt inn og flippað og verið í stuði," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Sigurður Hlöðversson, einnig þekktur sem Siggi Hlö, eða Hlö-vélin. Siggi sendi nýlega frá sér þreföldu safnplötuna Pottapartý með Sigga Hlö. Platan er fjórða safnplatan sem kemur út í tengslum við útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? sem er á Bylgjunni á laugardögum. Plöturnar hafa selst í yfir tíu þúsund eintökum og Siggi er handviss um vinsældir þeirrar nýjustu. „Þessi plata fer alveg pottþétt í gull, Sleikurinn mun sjá til þess." Platan inniheldur 57 lög sem skiptast niður á þrjá diska. „Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum. Þar eru lög sem flestir þekkja og geta sungið með. Annar diskurinn er Partýið en fólk getur ekki annað en hent sér á dansgólfið þegar hann er settur í tækið. Þriðji diskurinn er svo Sleikurinn," segir Siggi en sá diskur er meira í rólega og rómantíska kantinum. „Það var alltaf þannig í gamla daga, áður en opnunartímar skemmtistaða breyttust, að öll kvöld enduðu á vangalagi. Þá gafst fólki tækifæri til að loka dílnum, eins og maður segir. Á Sleiknum er að finna lög sem margir tengja við atvik í lífinu þar sem tungur snertast. Það er bara svoleiðis," bætir hann við. Á plötunum má finna perlur fortíðarinnar sem Siggi segir oft vandfundnar. En það eru ekki bara plöturnar sem hafa slegið í gegn því þættirnir hafa verið feykivinsælir meðal landans og að sögn Sigga er aðdáendahópurinn mikið að breytast. „Fyrst voru þetta aðallega konur á mínum aldri en núna er mjög mikil hlustun hjá niður í tuttugu ára og jafnvel yngra," segir hann. Mikið er hringt inn í þáttinn og beðið um óskalög, en athygli hefur vakið að þættirnir þykja einkar vinsælir meðal vinkonuhópa. „Stelpurnar elska mig, það er alveg á hreinu." tinnaros@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég veit ekki betur en að ég sé með eina þátt landsins sem býður upp á að fólk geti hringt inn og flippað og verið í stuði," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Sigurður Hlöðversson, einnig þekktur sem Siggi Hlö, eða Hlö-vélin. Siggi sendi nýlega frá sér þreföldu safnplötuna Pottapartý með Sigga Hlö. Platan er fjórða safnplatan sem kemur út í tengslum við útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? sem er á Bylgjunni á laugardögum. Plöturnar hafa selst í yfir tíu þúsund eintökum og Siggi er handviss um vinsældir þeirrar nýjustu. „Þessi plata fer alveg pottþétt í gull, Sleikurinn mun sjá til þess." Platan inniheldur 57 lög sem skiptast niður á þrjá diska. „Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum. Þar eru lög sem flestir þekkja og geta sungið með. Annar diskurinn er Partýið en fólk getur ekki annað en hent sér á dansgólfið þegar hann er settur í tækið. Þriðji diskurinn er svo Sleikurinn," segir Siggi en sá diskur er meira í rólega og rómantíska kantinum. „Það var alltaf þannig í gamla daga, áður en opnunartímar skemmtistaða breyttust, að öll kvöld enduðu á vangalagi. Þá gafst fólki tækifæri til að loka dílnum, eins og maður segir. Á Sleiknum er að finna lög sem margir tengja við atvik í lífinu þar sem tungur snertast. Það er bara svoleiðis," bætir hann við. Á plötunum má finna perlur fortíðarinnar sem Siggi segir oft vandfundnar. En það eru ekki bara plöturnar sem hafa slegið í gegn því þættirnir hafa verið feykivinsælir meðal landans og að sögn Sigga er aðdáendahópurinn mikið að breytast. „Fyrst voru þetta aðallega konur á mínum aldri en núna er mjög mikil hlustun hjá niður í tuttugu ára og jafnvel yngra," segir hann. Mikið er hringt inn í þáttinn og beðið um óskalög, en athygli hefur vakið að þættirnir þykja einkar vinsælir meðal vinkonuhópa. „Stelpurnar elska mig, það er alveg á hreinu." tinnaros@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira