Ligeglad íslensk Hróarskelduhátíð 5. júlí 2012 09:00 Hljómsveitin Sykur er á meðal þeirra listamanna sem stíga á stokk á Hróarskelduhátíðinni á Dönsku kránni um helgina. „Við viljum hafa þetta svolítið ligeglad, eins og maður segir. Mestu máli skiptir að skemmta okkur sjálfum og öðrum," segir Dagmar Erla, vaktstjóri á Dönsku kránni, um Hróarskelduhátíðina sem hefst þar í kvöld og stendur út sunnudaginn. Þetta er í annað skiptið sem hátíðin er haldin en hún er í tilefni af Roskilde Festival í Danmörku, sem stendur nú yfir. Fjöldi listamanna kemur fram og má þar nefna Samaris, 1860, Múgsefjun, Sykur, Funk That Shit, We Made God og Andreu Gylfadóttur. „Það var ekki mjög erfitt að fá fólk til að taka þátt í þessu í ár, enda þekkja margir hátíðina okkar frá því í fyrra og vita hversu vel tókst til þá," segir Dagmar og bætir við að lagt hafi verið upp úr því að hafa fjölbreytta tónlist og minni nöfn í bland við stærri. Aðgangur á hátíðina er ókeypis og er dagskrá frá klukkan 19 öll kvöld nema í kvöld, þegar hún hefst klukkan 18. Í boði verður að kaupa armbönd sem veita afslætti á drykkjum. „Fólk ruglar því stundum saman og heldur að það verði að kaupa armband en það er alls ekki málið. Armbandið er bara til boða fyrir fólk sem vill fá tilboð á barnum, en það er búið að borga sig upp á svona þrem drykkjum. Svo er líka alltaf svo mikil stemning að vera með armband, ég veit ekki af hverju," segir Dagmar og hlær. Armböndin kosta 1.500 krónur og veita þeim sem þau bera góða afslætti á barnum allan daginn, alla helgina. - trs Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við viljum hafa þetta svolítið ligeglad, eins og maður segir. Mestu máli skiptir að skemmta okkur sjálfum og öðrum," segir Dagmar Erla, vaktstjóri á Dönsku kránni, um Hróarskelduhátíðina sem hefst þar í kvöld og stendur út sunnudaginn. Þetta er í annað skiptið sem hátíðin er haldin en hún er í tilefni af Roskilde Festival í Danmörku, sem stendur nú yfir. Fjöldi listamanna kemur fram og má þar nefna Samaris, 1860, Múgsefjun, Sykur, Funk That Shit, We Made God og Andreu Gylfadóttur. „Það var ekki mjög erfitt að fá fólk til að taka þátt í þessu í ár, enda þekkja margir hátíðina okkar frá því í fyrra og vita hversu vel tókst til þá," segir Dagmar og bætir við að lagt hafi verið upp úr því að hafa fjölbreytta tónlist og minni nöfn í bland við stærri. Aðgangur á hátíðina er ókeypis og er dagskrá frá klukkan 19 öll kvöld nema í kvöld, þegar hún hefst klukkan 18. Í boði verður að kaupa armbönd sem veita afslætti á drykkjum. „Fólk ruglar því stundum saman og heldur að það verði að kaupa armband en það er alls ekki málið. Armbandið er bara til boða fyrir fólk sem vill fá tilboð á barnum, en það er búið að borga sig upp á svona þrem drykkjum. Svo er líka alltaf svo mikil stemning að vera með armband, ég veit ekki af hverju," segir Dagmar og hlær. Armböndin kosta 1.500 krónur og veita þeim sem þau bera góða afslætti á barnum allan daginn, alla helgina. - trs
Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira