Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð 3. júlí 2012 15:00 „Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs
Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira