Ólýsanleg stemning á Hellfest 23. júní 2012 09:00 Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, stendur á sviðinu fyrir framan áhorfendaskarann á Hellfest. „Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel," segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Rokkararnir eru nýkomnir heim eftir spilamennsku á Hellfest í Frakklandi, sem er ein vinsælasta þungarokkshátíð Evrópu. Þeir spiluðu í þrjú þúsund manna tjaldi sem var fullt út úr dyrum. Þetta voru fjölmennustu tónleikar sem Brain Police hefur spilað á erlendis en á meðal þekktra sveita sem spiluðu á hátíðinni voru Guns N'Roses, Ozzy Osbourne og Mötley Crüe. Aö sögn Jónba gekk hátíðin mjög vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn mannfjölda, eða um níutíu þúsund gesti. „Þarna voru aldrei kýtingar eða slagsmál og nauðganir er eitthvað sem fólk veit ekki einu sinni hvað er á þessum hátíðum. Þarna er fólk bara að skemmta sér og ég held að Íslendingar mættu fara meira á svona erlendar hátíðir og sjá hvernig þetta er gert." Hann telur að Brain Police hafi eignast fullt af nýjum aðdáendum með spilamennsku sinni. „Miðað við „lækin" á Facebook-síðunni okkar þá höfum við gert eitthvað gott. Við náðum að selja slatta af plötum og bolum og ég held að við eigum eftir að fara þarna aftur." Fram undan hjá rokkurunum, sem nýlega sneru aftur eftir nokkurra ára hlé, er hátíðin Stoned From the Underground í Þýskalandi um miðjan júlí. Í október fer hún svo á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. - fb Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel," segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Rokkararnir eru nýkomnir heim eftir spilamennsku á Hellfest í Frakklandi, sem er ein vinsælasta þungarokkshátíð Evrópu. Þeir spiluðu í þrjú þúsund manna tjaldi sem var fullt út úr dyrum. Þetta voru fjölmennustu tónleikar sem Brain Police hefur spilað á erlendis en á meðal þekktra sveita sem spiluðu á hátíðinni voru Guns N'Roses, Ozzy Osbourne og Mötley Crüe. Aö sögn Jónba gekk hátíðin mjög vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn mannfjölda, eða um níutíu þúsund gesti. „Þarna voru aldrei kýtingar eða slagsmál og nauðganir er eitthvað sem fólk veit ekki einu sinni hvað er á þessum hátíðum. Þarna er fólk bara að skemmta sér og ég held að Íslendingar mættu fara meira á svona erlendar hátíðir og sjá hvernig þetta er gert." Hann telur að Brain Police hafi eignast fullt af nýjum aðdáendum með spilamennsku sinni. „Miðað við „lækin" á Facebook-síðunni okkar þá höfum við gert eitthvað gott. Við náðum að selja slatta af plötum og bolum og ég held að við eigum eftir að fara þarna aftur." Fram undan hjá rokkurunum, sem nýlega sneru aftur eftir nokkurra ára hlé, er hátíðin Stoned From the Underground í Þýskalandi um miðjan júlí. Í október fer hún svo á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. - fb
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira