Frumvarp um vernd dýra endurskoðað 16. júní 2012 10:00 Virða ber rétt dýra Yfirvöld eiga að hafa ótvíræðar heimildir til að grípa til aðgerða gegn þeim sem brjóta á rétti dýra. Fréttablaðið/Vilhelm Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira