Lífið

Hörð barátta fagmanna

Nú þegar fyrsta helgin í EM er yfirstaðin er ekki úr vegi að skoða hverjir í Venediktsson, tippkeppni fagmanna, reyndust sannspáir. Tónlistarmaðurinn geðþekki og knattspyrnukappinn úr FH, Jón Ragnar Jónsson, trónir á toppnum eftir leiki helgarinnar en fast á hæla hans fylgir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson.

Athygli vekur að markverðirnir úr KR, Hannes Þór Halldórsson og Fjalar Þorgeirsson, ásamt Birki Kristinssyni fyrrum landsliðsmarkmanni skipa neðstu sæti keppninnar. Markverðirnir hafa þó tíma til að færa sig ofar enda nóg eftir af EM en úrslitaleikurinn er 1. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×