Lífið

Frost seld til Bretlands

Reynir Lyngdal/ Leikstjóri/Frost/
Reynir Lyngdal/ Leikstjóri/Frost/
Breski dreifingaraðilinn Momentum Pictures sem er í eigu hins kanadíska Alliance Films hefur tryggt sér sýningarréttinn í Bretlandi á íslenska spennutryllinum Frost. Þessu greindi bandaríska kvikmyndabiblían Variety frá í gær.

Momentum Pictures hefur áður keypt réttinn á hinni sænsku Karlar sem hata konur og hinni norsku Headhunters með góðum árangri. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að skandinavíska fyrirtækið TrustNordisk hefði tryggt sér sýningarréttinn á Frost á heimsvísu og ætlaði sér að kynna hana á Cannes-hátíðinni sem nú stendur yfir. Þar gekk samningurinn við Momentum Pictures einmitt í gegn.

TrustNordisk hefur einnig selt myndina til Kanada og Rússlands. Þetta hljóta að teljast mjög góð tíðindi fyrir aðstandendur Frosts, sem Reynir Lyngdal leikstýrir. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst hér á landi. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×