Lífið

Grant heldur tónleika

John Grant John Grant sem spilar á Iceland Airwaves
John Grant John Grant sem spilar á Iceland Airwaves
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði og unnið að nýrri plötu. Grant er mikill tungumálamaður og er byrjaður að spjalla á íslensku við aðdáendur sína, sem eru fjölmargir hér á landi. Hann hyggst halda tónleika í Háskólabíói í júlí og hefur safnað í kringum sig stórskotaliði undirleikara: Pétur Hallgrímsson leikur á gítar, Jakob Smári Magnússon á bassa og Arnar Gíslason á trommur. Ætli það sé óhætt að byrja að kalla hann Íslandsvin? - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×