Lífið

Greta Salóme frumsýnir kjólinn í dag

Fatnaðurinn sem Eurovisionfararnir Greta Salómeog Jónsi klæðast í Aserbaidsjan verður opinberaður í beinni útsendingu á aðdáendasíðu Gretu Salóme á Facebook klukkan 16 í dag.

Þær Rebekka Ingimundardóttir og Elma Bjarney Guðmundsdóttir eiga heiðurinn af klæðaburði íslenska hópsins í ár og bíða margir spenntir eftir því hverju hann mun klæðast á sviðinu í Bakú. Vinir Sjonna, sem kepptu í Eurovision í fyrra, ætla að einnig að taka lagið og koma fólki í Eurovision-gírinn.

Þetta verður síðasti viðburðurinn sem þau Greta Salóme og Jónsi taka þátt í áður en þau leggja af stað til Aserbaidsjan á laugardaginn. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×