Innlent

Átján milljarða sveifla milli ára

Meirihlutinn segir borgina vel í stakk búna að mæta skuldbindingum sínum og að allur almennur rekstur fagsviða sé eftir áætlunum.
Meirihlutinn segir borgina vel í stakk búna að mæta skuldbindingum sínum og að allur almennur rekstur fagsviða sé eftir áætlunum. fréttablaðið/stefán
Reykjavíkurborgar er um 4,7 milljörðum lakari en fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 sagði til um. Þá er sveiflan frá síðasta ári neikvæð er nemur um 18 milljörðum króna.

Ársreikningur borgarinnar 2011 var kynntur í gær. Í tilkynningu frá borginni segir að meginástæður afkomunnar megi rekja til gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga upp á 4,4 milljarða sem var áætluð 600 milljónir, gengistaps og aukins fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu. Jákvæðu tíðindin felist í að aðgerðir Orkuveitu Reykjavíkur hafi skilað miklum árangri.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöðurnar staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir og séu til marks um „ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins."

Hanna Birna segir jafnframt ársreikninginn endurspegla ár af mörgum röngum ákvörðunum, hversu illa áætlanir meirihlutans standist og hversu lítill árangur hafi náðst í hagræðingu. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×