Lífið

Skálmöld þakkar fyrir sig

Lag rokkaranna í Skálmöld, Árás, var notað við frumsýningu á nýju vopnakerfi fyrir tölvuleikinn Eve Online á Fanfest-hátíðinni í Hörpu á dögunum.

Myndskeiðið vakti mikinn fögnuð á hátíðinni og það hefur einnig slegið í gegn í netheimum því hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa séð það á Youtube.

Til að þakka fyrir þetta farsæla samstarf hafa Baldur Ragnarsson og félagar í Skálmöld ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum CCP á tónleika sína á Nasa 16. maí. Þar ætla rokkararnir að fagna upptökulokum á væntanlegri plötu sinni sem hefur fengið nafnið Börn Loka. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×