Innblástur frá uppreisninni 26. apríl 2012 11:00 santigold Bandaríska tónlistarkonan er að gefa út sína aðra plötu, Master of My Make-Believe. nordicphotos/getty Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Master of Make-Believe nefnist ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Santigold. Sú fyrsta, Santogold, kom út fyrir fjórum árum og vakti athygli fyrir góðar melódíur og hressilega blöndu af ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal hipphoppi, nýbylgjurokki og reggíi. Margir þekktir tónlistarmenn urðu hrifnir og vildu ólmir starfa með henni, þar á meðal Jay-Z, David Byrne og hljómsveitin Beastie Boys. Santigold heitir réttu nafni Santi White. Hún fæddist 1976 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hún var söngkonan pönksveitarinnar Stiffed sem gaf út tvær plötur. Í framhaldinu var henni boðinn plötusamningur og fyrsta plata hennar kom út á vegum Downtown Records í Bandaríkjunum og Atlantic Records í Bretlandi. Fjögur smáskífulög voru gefin út og mesta lukku vakti L.E.S. Artistes. Tímaritið Rolling Stone valdi það annað besta smáskífulag ársins og setti plötuna í sjötta sæti yfir þær bestu árið 2008. Upptökustjórarnir Switch og Diplo aðstoða Santigold á nýju plötunni, rétt eins og á þeirri fyrri. Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með henni í smáskífulaginu Go!, þar sem gítarleikari sveitarinnar, Nick Zinner, kemur einnig við sögu. Dave Sitek úr TV on the Radio aðstoðar hana einnig á plötunni. Sem fyrr annast hún sjálf lagasmíðarnar. Að sögn Santigold fjalla textarnir um að taka við stjórnartaumunum í lífi sínu og fékk hún þar innblástur frá fólkinu sem hefur staðið uppi í hárinu í stjórnvöldum víða um heim og lagt líf sitt í hættu. Santigold verður dugleg við spilamennsku í sumar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún spilar á hátíðunum Lollapalooza og Bonaroo. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Master of Make-Believe nefnist ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Santigold. Sú fyrsta, Santogold, kom út fyrir fjórum árum og vakti athygli fyrir góðar melódíur og hressilega blöndu af ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal hipphoppi, nýbylgjurokki og reggíi. Margir þekktir tónlistarmenn urðu hrifnir og vildu ólmir starfa með henni, þar á meðal Jay-Z, David Byrne og hljómsveitin Beastie Boys. Santigold heitir réttu nafni Santi White. Hún fæddist 1976 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hún var söngkonan pönksveitarinnar Stiffed sem gaf út tvær plötur. Í framhaldinu var henni boðinn plötusamningur og fyrsta plata hennar kom út á vegum Downtown Records í Bandaríkjunum og Atlantic Records í Bretlandi. Fjögur smáskífulög voru gefin út og mesta lukku vakti L.E.S. Artistes. Tímaritið Rolling Stone valdi það annað besta smáskífulag ársins og setti plötuna í sjötta sæti yfir þær bestu árið 2008. Upptökustjórarnir Switch og Diplo aðstoða Santigold á nýju plötunni, rétt eins og á þeirri fyrri. Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með henni í smáskífulaginu Go!, þar sem gítarleikari sveitarinnar, Nick Zinner, kemur einnig við sögu. Dave Sitek úr TV on the Radio aðstoðar hana einnig á plötunni. Sem fyrr annast hún sjálf lagasmíðarnar. Að sögn Santigold fjalla textarnir um að taka við stjórnartaumunum í lífi sínu og fékk hún þar innblástur frá fólkinu sem hefur staðið uppi í hárinu í stjórnvöldum víða um heim og lagt líf sitt í hættu. Santigold verður dugleg við spilamennsku í sumar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún spilar á hátíðunum Lollapalooza og Bonaroo. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“