Lífið

Friðrik fertugur

Friðrik Friðriksson.
Friðrik Friðriksson.
Leikarinn Friðrik Friðriksson fagnaði 40 ára afmæli sínu með pompi og prakt síðastliðið miðvikudagskvöld. Friðrik bauð vinum og vandamönnum í veislu í Þjóðleikhúskjallarann þar sem boðið var upp á heimatilbúnar veitingar frá afmælisbarninu og fjölda skemmtiatriða.

Meðal þeirra sem tróðu upp var unnusta Friðriks, Álfrún Örnólfsdóttir leikkona, sem ásamt vinkonum sínum Dóru Jóhannsdóttur, Margréti Bjarnadóttur, Sögu Sigurðardóttur og systur sinni Margréti Örnólfsdóttur bjuggu til skemmtilegt atriði fyrir afmælisbarnið.

Leikarinn Atli Þór Albertsson var veislustjóri en meðal gesta voru leikaranir Esther Thalía, Ólafur Egilsson og Stefán Hallur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×