Lífið

Hetjuleg frammistaða

Helga Jónsdóttir.
Helga Jónsdóttir.
Leikkonan Helga Jónsdóttir þykir ansi hörð af sér. Hún handleggsbrotnaði við tökur á stuttmynd skömmu fyrir páska en hætti þó ekki þrátt fyrir slysið.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins datt leikkonan í atriði á móti Theodóri Júlíussyni og handleggsbrotnaði við fallið. Helga neitaði þó að hætta fyrr en hún hafði klárað allar tökurnar og hélt því áfram að leika, sárþjáð og kvalin. Samstarfsfólki Helgu þótti hún heldur betur hörð af sér og þótti ansi mikið til leikkonunnar koma. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×