Innlent

Gagnrýni vegna unglegra fyrirsæta

Að minnsta kosti ein athugasemd hefur verið send til Hagkaupa þar sem unglegt útlit fyrirsætanna er gagnrýnt.
Að minnsta kosti ein athugasemd hefur verið send til Hagkaupa þar sem unglegt útlit fyrirsætanna er gagnrýnt.
Nokkur gagnrýni hefur verið uppi vegna unglegra nærfatafyrirsæta í síðasta Hagkaupsbæklingi. Fyrirsæturnar sem um ræðir eru sextán og tuttugu ára. Að minnsta kosti ein athugasemd hefur verið send til Hagkaupa vegna málsins, en ekkert svar hefur borist.

Sigríður Gröndal, innkaupastjóri sérvöru Hagkaupa, segir að kvenfatamódelin í bæklingunum eigi almennt að vera eldri en átján ára, yfirleitt miðað við tvítugt.

„Okkar markhópur er konur á öllum aldri,“ segir hún. „Þær eru heldur grannar í þessu blaði og við ætlum að reyna að hafa það í huga fyrir næsta blað.“

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir allra reglna yfirleitt gætt. „Ef viðskiptavinir hafa bent okkur á eitthvað höfum við reynt að bregðast við því,“ segir hann.

Kristín Pálsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, segir það enn athyglisverðara að flestar konurnar í blaðinu séu klæðalitlar og í bjóðandi stellingum.

„Mjöðmum er skotið út eða hárið ýft til að undirstrika kynþokka módelanna,“ segir hún. „Annars eru þær með hendur fyrir aftan hnakka eða lafandi í óvirkri stellingu.“ Þá segir Kristín að uppstillingar á karlmódelum séu af allt öðrum toga og engan kynferðislegan undirtón sé þar að finna.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×