Innlent

Á annað hundrað erindi á mánuði

Sífellt fleiri leita til Neytendasamtakanna vegna álitamála tengdum húsaleigu. Fréttablaðið/vilhelm
Sífellt fleiri leita til Neytendasamtakanna vegna álitamála tengdum húsaleigu. Fréttablaðið/vilhelm
Á annað hundrað mál hafa borist til Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna í hverjum mánuði það sem af er árinu. Að meðaltali bárust 128 erindi í mánuði sem er veruleg aukning frá síðasta ári, þegar 87 erindi bárust að meðaltali í hverjum mánuði.

Alls bárust 1.048 erindi allt árið í fyrra, en ef fer sem horfir stefnir í að þeim fjölgi um helming á árinu, og verði um 1.600 talsins, að því er fram kemur í samantekt Neytendasamtakanna.

Flest erindin snúast um ástand og viðhald á leiguíbúðum, hvernig kvarta skuli yfir ástandi húsnæðisins, hver eigi að gera við og hvernig. Þá snúast mörg erindi um leiguverðið, til dæmis hækkanir vegna vísitölubreytinga eða á grundvelli leigusamninga, afslátt af leigu vegna viðgerða og fleira, segir í samantektinni. Litlu færri hafa samband til að spyrja hvernig uppsögn á leigusamningi skuli fara fram.

Allir geta leitað til Leigjendaaðstoðarinnar hvort sem þeir eru félagar í Neytendasamtökunum eða ekki. Minnihluti þeirra sem leita til þeirra eru félagsmenn. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×