Innlent

Sundstaðir fá hálfan milljarð

300 milljónir fara á þessu ári til framkvæmda í Laugardalslaug.
300 milljónir fara á þessu ári til framkvæmda í Laugardalslaug.
Átaksverkefni við sundlaugamannvirki mun kosta borgarsjóð 500 milljónir króna á þessu ári. Um endurgerð, viðbætur og viðgerðir er að ræða í átaki sem hófst í fyrra við Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Laugardalslaug, Sundhöllina, Vesturbæjarlaug og ylströndina í Nauthólsvík.

Ljúka á þessum framkvæmdum en einnig hefjast handa við nýtt verkefni til að bæta aðstöðu og öryggi. Þá á að hefja framleiðslu á klór til að nota meðal annars í Breiðholtslaug. Þetta kemur fram í greinargerð með tillögu sem borgarráð vísaði til starfshóps um framtíð sundlauganna í Reykjavík.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×