Sjö hundruð sjúklingar bíða eftir aðgerð á augasteinum 2. apríl 2012 10:00 Langflestar aðgerðir eru gerðar á Landspítalanum. fréttablaðið/vilhelm Biðlistar eftir skurðaðgerðum á augasteinum hafa ekki verið lengri síðan í október 2009. 710 einstaklingar höfðu í febrúar beðið lengur en þrjá mánuði eftir slíkri aðgerð, en á sama tíma í fyrra voru 526 á biðlista. Þetta kemur fram í tölum Landlæknisembættisins um biðlista eftir völdum skurðaðgerðum í febrúar. Að sögn Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, er óljóst af hverju biðlistinn er svo langur. Áætlaður biðtími eftir aðgerð á augasteini á Landspítalanum er rúmar 44 vikur. Hjá stofunum Sjónlagi og Lasersjón er biðtíminn frá 14 vikum og upp í 18. Framkvæmdum aðgerðum á augasteinum fækkaði um rúman þriðjung frá árinu 2010 til 2011. Þær voru 2.653 árið 2010 en 1.764 í fyrra. Á öllum sjúkrahúsum og stofum voru færri slíkar aðgerðir gerðar, en mestu munar um lokun skurðstofa á St. Jósefsspítala. Þar voru 673 aðgerðir framkvæmdar árið 2010. Fundað var um þessi mál á Landspítalanum í síðustu viku. „Við finnum ekki fyrir miklum þrýstingi vegna þessara biðlista. Venjulega fáum við kvartanir vegna biðlista en í þessu tilviki finnum við eiginlega ekki fyrir þessu. Við getum ekki alveg útskýrt þetta," segir Björn. „Það er stundum svona með læknisfræðilega hluti, eftirspurnin getur verið óendanleg." Björn segir hins vegar grannt fylgst með þróuninni. „Við vitum af þessari aukningu. Hún er að hluta til, en ekki eingöngu, vegna þess að St. Jósefsspítali sameinaðist Landspítalanum. Við ætlum að fylgjast með þessu og sjá hvað verður. Við stefnum að því að gera þúsund svona aðgerðir á þessu ári, sem er töluvert." Eins segir Björn mikilvægt að skoða tölur um biðlista með hliðsjón af því eftir hvaða aðgerðum er beðið. „Það er stöðug forgangsröðun í gangi hjá okkur," segir hann og áréttar að til dæmis verði að horfa til þess hvort sjúklingar bíði eftir því að fá fjarlægt krabbamein, eða hvort biðin sé eftir einhverju sem auka eigi lífsgæði fólks á efri árunum.- þeb Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Biðlistar eftir skurðaðgerðum á augasteinum hafa ekki verið lengri síðan í október 2009. 710 einstaklingar höfðu í febrúar beðið lengur en þrjá mánuði eftir slíkri aðgerð, en á sama tíma í fyrra voru 526 á biðlista. Þetta kemur fram í tölum Landlæknisembættisins um biðlista eftir völdum skurðaðgerðum í febrúar. Að sögn Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, er óljóst af hverju biðlistinn er svo langur. Áætlaður biðtími eftir aðgerð á augasteini á Landspítalanum er rúmar 44 vikur. Hjá stofunum Sjónlagi og Lasersjón er biðtíminn frá 14 vikum og upp í 18. Framkvæmdum aðgerðum á augasteinum fækkaði um rúman þriðjung frá árinu 2010 til 2011. Þær voru 2.653 árið 2010 en 1.764 í fyrra. Á öllum sjúkrahúsum og stofum voru færri slíkar aðgerðir gerðar, en mestu munar um lokun skurðstofa á St. Jósefsspítala. Þar voru 673 aðgerðir framkvæmdar árið 2010. Fundað var um þessi mál á Landspítalanum í síðustu viku. „Við finnum ekki fyrir miklum þrýstingi vegna þessara biðlista. Venjulega fáum við kvartanir vegna biðlista en í þessu tilviki finnum við eiginlega ekki fyrir þessu. Við getum ekki alveg útskýrt þetta," segir Björn. „Það er stundum svona með læknisfræðilega hluti, eftirspurnin getur verið óendanleg." Björn segir hins vegar grannt fylgst með þróuninni. „Við vitum af þessari aukningu. Hún er að hluta til, en ekki eingöngu, vegna þess að St. Jósefsspítali sameinaðist Landspítalanum. Við ætlum að fylgjast með þessu og sjá hvað verður. Við stefnum að því að gera þúsund svona aðgerðir á þessu ári, sem er töluvert." Eins segir Björn mikilvægt að skoða tölur um biðlista með hliðsjón af því eftir hvaða aðgerðum er beðið. „Það er stöðug forgangsröðun í gangi hjá okkur," segir hann og áréttar að til dæmis verði að horfa til þess hvort sjúklingar bíði eftir því að fá fjarlægt krabbamein, eða hvort biðin sé eftir einhverju sem auka eigi lífsgæði fólks á efri árunum.- þeb
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira