Hætt við að banna svartadauða í ÁTVR 2. apríl 2012 08:30 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vildi ekki slagorðið "drekkið í friði“ í búðir sínar, en hefur nú skipt um skoðun. Bjórinn með áletruninni umdeildu mun væntanlegur í hillur ÁTVR í næsta mánuði. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death, eða svartadauða, í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir ÁTVR í byrjun maí að sögn Valgeirs T. Sigurðssonar, eiganda vörumerkisins Black Death. ÁTVR hafnaði því upphaflega að taka bjórinn í sölu vegna slagorðsins Drink in Peace, eða drekkið í friði, sem stendur á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Þá má hafna vöru sem inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar. Valgeir og lögmaður hans töldu hins vegar að í slagorðinu fælust jákvæð skilaboð og ábending um ábyrga neyslu vörunnar. Ekki væri hægt að telja textann gildishlaðinn eða innihalda ómálefnalegar upplýsingar, að því er fram kemur í kærubréfi til fjármálaráðuneytisins vegna málsins. Áður en frestur ÁTVR til að skila greinargerð til ráðuneytisins rann út var ákvörðunin felld niður. Ekki voru talin nægileg rök fyrir höfnuninni, að sögn Valgeirs, sem var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi. Valgeir er ánægður með þessa niðurstöðu. „Þessi hindrun er úr veginum. Bjórinn má koma í verslanir frá og með deginum í dag [sunnudag] en það þarf náttúrulega að framleiða og gera hlutina klára. Hann fer því líklega ekki í búðir fyrr en í byrjun maí," segir hann. „Ég var búinn að segja að frekar vildi ég vera utan við þessar búðir en breyta miðanum á flöskunni. Mér finnst svo rosalega mikið út í hött að það skuli einhver maður eða kona út í bæ vera að ala mann upp, þessi rosalega forsjárhyggja." Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Valgeir hefur átt vörumerkið Black Death frá árinu 1978. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death, eða svartadauða, í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir ÁTVR í byrjun maí að sögn Valgeirs T. Sigurðssonar, eiganda vörumerkisins Black Death. ÁTVR hafnaði því upphaflega að taka bjórinn í sölu vegna slagorðsins Drink in Peace, eða drekkið í friði, sem stendur á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Þá má hafna vöru sem inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar. Valgeir og lögmaður hans töldu hins vegar að í slagorðinu fælust jákvæð skilaboð og ábending um ábyrga neyslu vörunnar. Ekki væri hægt að telja textann gildishlaðinn eða innihalda ómálefnalegar upplýsingar, að því er fram kemur í kærubréfi til fjármálaráðuneytisins vegna málsins. Áður en frestur ÁTVR til að skila greinargerð til ráðuneytisins rann út var ákvörðunin felld niður. Ekki voru talin nægileg rök fyrir höfnuninni, að sögn Valgeirs, sem var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi. Valgeir er ánægður með þessa niðurstöðu. „Þessi hindrun er úr veginum. Bjórinn má koma í verslanir frá og með deginum í dag [sunnudag] en það þarf náttúrulega að framleiða og gera hlutina klára. Hann fer því líklega ekki í búðir fyrr en í byrjun maí," segir hann. „Ég var búinn að segja að frekar vildi ég vera utan við þessar búðir en breyta miðanum á flöskunni. Mér finnst svo rosalega mikið út í hött að það skuli einhver maður eða kona út í bæ vera að ala mann upp, þessi rosalega forsjárhyggja." Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Valgeir hefur átt vörumerkið Black Death frá árinu 1978. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira