Innlent

Þyngri börn fá síður háþrýsting

Kornabarn Rannsókn á tengslum háþrýstings og fæðingarþyngdar var kynnt á ráðstefnu LSH. Nordicphotos/AFP
Kornabarn Rannsókn á tengslum háþrýstings og fæðingarþyngdar var kynnt á ráðstefnu LSH. Nordicphotos/AFP
Lág fæðingarþyngd spáir fyrir um hækkun á blóðþrýstingi í 9 og 10 ára gömlum íslenskum börnum. Þetta var meðal þess sem nýverið var kynnt á rannsóknarráðstefnu deildarlækna Lyflækningasviðs LSH.

Alls tóku 39 grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu þátt í rannsókninni og niðurstöður fengust fyrir tæplega þúsund börn. Fjórar blóðþrýstingsmælingar voru gerðar á hverju barni. Börn sem mældust með háþrýsting eftir þriðju mælingu, fóru í sólarhringsblóðþrýstingsmælingu.

Einnig var kyn, hæð, þyngd og fæðingarþyngd skráð og líkamsþyngdarstuðull reiknaður út.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að tíðni háþrýstings 9 og 10 ára barna er svipuð og hjá bandarískum börnum á áttunda áratugnum. Tíðnin er þó lægri en í nýlegum bandarískum og evrópskum rannsóknum. Samband fæðingarþyngdar og háþrýstings var sterkara hjá stúlkum en strákum en svipuð tengsl fundust fyrir fæðingarlengd og höfuðmál við fæðingu, en engin fylgni var við meðgöngulengd. - sþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×