Innlent

Allir verði með öryggisáætlun

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Allir sem bjóða ferðir innanlands þurfa að útbúa öryggisáætlun, nái nýtt frumvarp um breytingu á lögum um skipan ferðamála fram að ganga. Oddný Harðardóttir, ráðherra ferðamála, greindi frá því á aðalfundi SAF, að hún byndi miklar vonir við þá hluta frumvarpsins sem snúa að öryggi ferðamanna. „Í öryggisáætlun á að koma fram mat á áhættu viðkomandi ferðar og lýsing á því hvernig ferðaskipuleggjandi hyggist bregðast við beri vá að höndum í ferðinni,“ segir í tilkynningu SAF. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×