Innlent

Sleðahundasport vaxandi grein

Alls tóku 28 manns þátt í keppninni sem var haldin í annað sinn í ár.
Mynd/Sigurður Magnússon
Alls tóku 28 manns þátt í keppninni sem var haldin í annað sinn í ár. Mynd/Sigurður Magnússon
Fjöldi fólks og hunda tók þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni um síðustu helgi. Veðrið lék við keppendur, sem voru 28 talsins, og keppt var í 21 grein. Er þetta í annað sinn sem keppnin er haldin á vegum Sleðahundaklúbbs Íslands.

Klúbburinn er félagsskapur áhugafólks um sleðahunda með 55 virka þátttakendur. Alls eru 125 félagsmenn á skrá, að sögn Önnu Marínar Kristjánsdóttur, formanns klúbbsins.

„Þetta verður árlegur viðburður hjá okkur, þetta gengur svo vel,“ segir Anna, og bætir við að mikil breyting hafi orðið til hins betra síðan síðasta mót var haldið, í mars árið 2010.

„Þá vissum við lítið hvað við vorum að gera, en þróunin hefur verið ör síðan þá. Nú vorum við öll á sama stað.“

Þrjár tegundir hunda tóku þátt í mótinu í ár; siberian husky, grænlenskir sleðahundar og labrador. Meðal sigurvegara voru Sigurður B. Baldvinsson í flokki fullorðinna og Iðunn Pálsdóttir í barnaflokki. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×