Innlent

Engin reikistjarna eins lík jörðinni

Svona gæti sólsetrið litið út á Gliese 667 Cc samkvæmt útlistun starfsmanna ESO. Mynd/ESO
Svona gæti sólsetrið litið út á Gliese 667 Cc samkvæmt útlistun starfsmanna ESO. Mynd/ESO
Í lífbelti umhverfis stjörnur í vetrarbrautinni okkar, svokallaða rauða dverga, er að finna milljarða af bergreikistjörnum sem eru ekki mikið stærri en jörðin. Lífbeltið er sú fjarlægð frá stjörnunum þar sem hitastig er með þeim hætti að líf geti þrifist þar.

Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn HARPS sem er á vegum ESO, stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli, en þetta er í fyrsta sinn sem fjöldi slíkra stjarna er áætlaður beint.

Í rannsókninni fannst einnig ný reikistjarna, Gliese 667 Cc, sem er talin sú reikistjarna sem líkist jörðinni mest af þeim sem fundist hafa hingað til, þótt hún sé fjórum sinnum þyngri.

Á Gliese 667 Cc eru nær örugglega réttar aðstæður til þess að fljótandi vatn geti fundist þar.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×