Ræðst í dag hvort kosið verður í júní 29. mars 2012 05:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir formaður þingflokks Sjálfstæðismanna fór fram á atkvæðagreiðslu að lokinni umræðu um málið í fyrrinótt. Fréttablaðið/anton Alþingi samþykkti í gær að vísa þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Nefndin fundaði um málið í gær og leggur meirihlutinn til talsverðar orðalagsbreytingar á spurningum sem leggja á fyrir þjóðina samhliða frumvarpsdrögunum. Málið verður tekið fyrir á Alþingi í dag, en eigi að verða af þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar, líkt og vilji stjórnarinnar stendur til, verður að samþykkja málið fyrir miðnætti. Að öðrum kosti uppfyllir það ekki frest um slíka atkvæðagreiðslu. Uppákoma varð á Alþingi aðfaranótt miðvikudags þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fór fram á atkvæðagreiðslu að lokinni umræðu um málið. Þingmenn voru kallaðir út, en þegar til kom gengu Sjálfstæðismenn úr salnum og ekki voru nægilega margir þingmenn í salnum til að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Hún fór fram í gærmorgun og samþykkt var að vísa málinu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með 42 atkvæðum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði einn nei. Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, var ómyrkur í máli um uppákomuna. „Klækjabrögð sem stunduð voru hér í gær til að hindra að þetta mál kæmist til nefndar voru með hreinum eindæmum eins og þessi gögn sýna og eru ekki algeng í þessum þingsal heldur þvert á móti og eru í raun ömurlegur vitnisburður um þau klækjastjórnmál sem stunduð eru hér af ákveðnum flokkum, því miður.“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir þetta. Hún sagði Sjálfstæðismenn hafa átt að láta vita að atkvæðagreiðslu yrði óskað. „Þessi framkoma sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sýndi þarna er að mínu mati mikill dónaskapur við samþingmenn sína og svo sannarlega hvorki í anda orðræðu hennar eigin þingmanna né Alþingi til sóma.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að það að Alþingi samþykki að málið gangi til nefndar sé að gera kröfu um vönduð vinnubrögð. „Er það ekki það sem við erum öll að kalla eftir?“ Hún sagði Alþingi gera kröfu til þess að málið fengi ítarlega skoðun og efnislega vinnu í nefndinni.kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær að vísa þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Nefndin fundaði um málið í gær og leggur meirihlutinn til talsverðar orðalagsbreytingar á spurningum sem leggja á fyrir þjóðina samhliða frumvarpsdrögunum. Málið verður tekið fyrir á Alþingi í dag, en eigi að verða af þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar, líkt og vilji stjórnarinnar stendur til, verður að samþykkja málið fyrir miðnætti. Að öðrum kosti uppfyllir það ekki frest um slíka atkvæðagreiðslu. Uppákoma varð á Alþingi aðfaranótt miðvikudags þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fór fram á atkvæðagreiðslu að lokinni umræðu um málið. Þingmenn voru kallaðir út, en þegar til kom gengu Sjálfstæðismenn úr salnum og ekki voru nægilega margir þingmenn í salnum til að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Hún fór fram í gærmorgun og samþykkt var að vísa málinu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með 42 atkvæðum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði einn nei. Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, var ómyrkur í máli um uppákomuna. „Klækjabrögð sem stunduð voru hér í gær til að hindra að þetta mál kæmist til nefndar voru með hreinum eindæmum eins og þessi gögn sýna og eru ekki algeng í þessum þingsal heldur þvert á móti og eru í raun ömurlegur vitnisburður um þau klækjastjórnmál sem stunduð eru hér af ákveðnum flokkum, því miður.“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir þetta. Hún sagði Sjálfstæðismenn hafa átt að láta vita að atkvæðagreiðslu yrði óskað. „Þessi framkoma sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sýndi þarna er að mínu mati mikill dónaskapur við samþingmenn sína og svo sannarlega hvorki í anda orðræðu hennar eigin þingmanna né Alþingi til sóma.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að það að Alþingi samþykki að málið gangi til nefndar sé að gera kröfu um vönduð vinnubrögð. „Er það ekki það sem við erum öll að kalla eftir?“ Hún sagði Alþingi gera kröfu til þess að málið fengi ítarlega skoðun og efnislega vinnu í nefndinni.kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira