Innlent

Selja mynd til styrktar löxum

Komið er við á Íslandi í nýrri heimildarmynd.
Komið er við á Íslandi í nýrri heimildarmynd.
Tvær íslenskar laxveiðiár eru meðal þeirra áa sem eru vettvangur bandarískrar heimildarmyndar um Norður- Atlantshafslaxinn. Í myndinni, sem heitir Passion Called Salmon, eða Ástríðan lax, er meðal annars vikið að þeim vanda sem steðjar að stórlaxaslóðum við Norður-Atlantshafið. Auk íslensku ánna Selár og Laxár í Aðaldal er fylgst með veiðum í Noregi, Kanada og Rússlandi. Ágóði af sýningu og sölu myndarinnar rennur meðal annars til Verndarsjóðs villtra laxa (NASF). Myndin verður sýnd í Bíó Paradís á morgun.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×