Ákærðir fyrir flókin og stórfelld fjársvik 27. mars 2012 04:00 Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagðist sumarið 2009 ætla að leita leiða til að endurheimta féð sem mennirnir sviku út. Fréttablaðið/gva Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum fyrir stórfelld og flókin fjársvik og fjárdrátt sem í heild nema tugum milljóna króna. Lögregla hefur rannsakað málið frá því um sumarið 2009, eða í rúmlega tvö og hálft ár. Mennirnir eru fæddir á árunum 1986 til 1990. Tveir þeirra voru handteknir 22. júlí 2009 og hinir tveir nokkrum dögum seinna við komuna frá Spáni. Þeir sátu allir í gæsluvarðhaldi um skeið. Málið var upphaflega rannsakað af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, en færðist til sérstaks saksóknara við sameiningu embættanna. Svikin sem þeir hafa verið ákærðir fyrir voru flókin og kröfðust margþætts undirbúnings. Þeir byrjuðu á því að taka yfir stjórn tveggja eignarhaldsfélaga með fölsuðum tilkynningum til Fyrirtækjaskrár. Með tilkynningunum skipuðu þeir sjálfa sig í stjórnir félaganna og gerðu sig að prókúruhöfum án vitundar eigendanna. Til þess þurftu þeir að falsa undirskriftir raunverulegra forsvarsmanna félaganna. Þeir drógu sér síðan fé af reikningum félaganna tveggja. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa falsað kaupsamninga að tveimur íbúðum í eigu félaganna í miðbæ Reykjavíkur. Á samningana skrifuðu þeir nöfn einstaklinga sem komu þeim, húsnæðinu eða félögunum ekkert við, og síðan slógu þeir lán fyrir kaupunum hjá Íbúðalánasjóði í nafni fólksins. Lánin tvö námu samtals ríflega fjörutíu milljónum króna, sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa stungið undan. Misferlið sem mennirnir sæta ákæru fyrir nemur samkvæmt heimildum blaðsins í heild um fimmtíu milljónum króna. Ákæran hefur ekki verið birt sakborningunum og Fréttablaðið hefur hana ekki undir höndum. Hún verður þingfest í næstu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins eru tveir mannanna ákærðir fyrir stærri þátt í brotunum en hinir. stigur@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum fyrir stórfelld og flókin fjársvik og fjárdrátt sem í heild nema tugum milljóna króna. Lögregla hefur rannsakað málið frá því um sumarið 2009, eða í rúmlega tvö og hálft ár. Mennirnir eru fæddir á árunum 1986 til 1990. Tveir þeirra voru handteknir 22. júlí 2009 og hinir tveir nokkrum dögum seinna við komuna frá Spáni. Þeir sátu allir í gæsluvarðhaldi um skeið. Málið var upphaflega rannsakað af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, en færðist til sérstaks saksóknara við sameiningu embættanna. Svikin sem þeir hafa verið ákærðir fyrir voru flókin og kröfðust margþætts undirbúnings. Þeir byrjuðu á því að taka yfir stjórn tveggja eignarhaldsfélaga með fölsuðum tilkynningum til Fyrirtækjaskrár. Með tilkynningunum skipuðu þeir sjálfa sig í stjórnir félaganna og gerðu sig að prókúruhöfum án vitundar eigendanna. Til þess þurftu þeir að falsa undirskriftir raunverulegra forsvarsmanna félaganna. Þeir drógu sér síðan fé af reikningum félaganna tveggja. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa falsað kaupsamninga að tveimur íbúðum í eigu félaganna í miðbæ Reykjavíkur. Á samningana skrifuðu þeir nöfn einstaklinga sem komu þeim, húsnæðinu eða félögunum ekkert við, og síðan slógu þeir lán fyrir kaupunum hjá Íbúðalánasjóði í nafni fólksins. Lánin tvö námu samtals ríflega fjörutíu milljónum króna, sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa stungið undan. Misferlið sem mennirnir sæta ákæru fyrir nemur samkvæmt heimildum blaðsins í heild um fimmtíu milljónum króna. Ákæran hefur ekki verið birt sakborningunum og Fréttablaðið hefur hana ekki undir höndum. Hún verður þingfest í næstu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins eru tveir mannanna ákærðir fyrir stærri þátt í brotunum en hinir. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira