Innlent

Konurnar hafa ekki allar efni á aðgerð

PIP Fjarlægður á landspítalanum Saga Ýrr lýsir sumum púðunum sem teknir voru úr brjóstum kvennanna á LSH eins og appelsínumarmelaði.Fréttablaðið/vilhelm
PIP Fjarlægður á landspítalanum Saga Ýrr lýsir sumum púðunum sem teknir voru úr brjóstum kvennanna á LSH eins og appelsínumarmelaði.Fréttablaðið/vilhelm

Ekki hafa allar þær konur sem eru með PIP-púða í brjóstum sínum efni á því að láta fjarlægja púðana á Landspítalanum. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögfræðingur kvennanna.



Þrátt fyrir að ríkið komi til móts við konur sem vilja láta fjarlægja púðana úr brjóstum sínum, þurfa þær samt sem áður að greiða lágmarksgjald fyrir aðgerðina, sem er 30 þúsund krónur.



„Svo er maður hræddur um konurnar sem eru með púða en þora ekki að láta fjarlægja þá vegna þess að þær vilja ekki enda brjóstalausar. Þær hafa einfaldlega ekki efni á því að fá nýja púða," segir Saga. Eins og fram hefur komið verða nýir púðar ekki settir í konurnar í sömu aðgerð, þó þær greiði sjálfar fyrir þá.

Búið er að fjarlægja PIP-púða úr ellefu konum á Landspítalanum og eru áætlaðar fleiri aðgerðir út næsta mánuð. Sumir púðarnir eru komnir í mauk og hafa aðgerðirnar reynst mun umfangsmeiri en búist var við í fyrstu, að sögn Sögu.



„Það eru mjög slæm tilvik," segir Saga. „En sem betur fer eru þeir ekki allir svona slæmir."

Henni finnst líklegt að fleiri tugir kvenna muni fara í formlega lögsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni, sem bæði flutti inn PIP-púðana og setti þá í konurnar, þegar aðgerðunum lýkur. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×