Lífið

Ömmusýning í Bretlandi

Sigríður María Níelsdóttir
Sigríður María Níelsdóttir
Heimildarmyndin Grandma Lo-Fi var sýnd í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Sýningin var á kvikmyndahátíðinni Flatpack Festival í borginni Birmingham.

Myndin fjallar um tónlistarkonuna Sigríði Níelsdóttur sem byrjaði um sjötugt að semja og taka upp tónlist í stofunni heima hjá sér. Á sjö árum gaf hún út 59 plötur með alls kyns tónlist. Höfundar myndarinnar eru Orri Jónsson, Kristín Björk Kristjánsdóttir og Ingibjörg Birgisdóttir. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×