Lífið

Haglél selst enn

Mugison hefur samanlagt selt um 56 þúsund eintök af síðustu tveimur plötum sínum.
Mugison hefur samanlagt selt um 56 þúsund eintök af síðustu tveimur plötum sínum.
Platan Haglél með Mugison, sem seldist eins og heitar lummur fyrir jólin, er síður en svo hætt að seljast eins og efsta sæti Tónlistans ber vott um.

Hún hefur á þessu ári selst í um 1.500 eintökum sem verður að teljast mjög góður árangur miðað við að hún kom út á síðasta ári. Haglél er söluhæsta plata Mugisons til þessa. Hún hefur selst í um 31 þúsund eintökum en síðasta plata hans og sú næstsöluhæsta, Mugiboogie, hefur selst í 25 þúsund eintökum. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×