Sóley hlaut hæsta styrkinn 15. mars 2012 10:30 Sóley hlaut hæsta styrkinn hjá Kraumi í ár ásamt Sólstöfum, Lay Low og Of Monsters and Men. Fréttablaðið/Anton Sóley Stefánsdóttir hlaut hæsta styrkinn hjá Kraumi í ár. Aðrir sem fengu háan styrk voru Sólstafir, Lay Low, Of Monsters and Men og hátíðin Eistnaflug. Kraumur tónlistarsjóður hefur úthlutað ellefu milljónum króna til fimmtán tónlistartengdra verkefna. Þar af fengu tónlistarmenn sem eru að spila erlendis 5,4 milljónir. Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir fékk hæsta styrkinn, eða 1,2 milljónir króna. Hún gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra, We Sink, sem hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Rokksveitin Sólstafir fékk eina milljón í styrk og á eftir henni komu Lay Low og Of Monsters and Men með 800 þúsund krónur fyrir sameiginlega tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada sem er nýhafin. Kammerkór Suðurlands hlaut 600 þúsund krónur og Dead Skeletons, hljómsveit Jóns Sæmundar og Henriks Björnssonar, fékk hálfa milljón, rétt eins og Stafnbúi, sem þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen standa á bak við. Fjórar milljónir voru veittar til verkefna innanlands. Hæstu styrkina fengu tónlistarhátíðin Eistnaflug, Mr. Silla og Snorri Helga, eða 700 þúsund hver. Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival og hljómsveitin Moses Hightower hlutu hálfa milljón hvor. Kraumur hefur verið starfandi í fimm ár og í þetta sinn bárust sjóðnum 189 umsóknir um styrki. Megintilgangur Kraums er að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi og þá fyrst og fremst ungum tónlistarmönnum. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sóley Stefánsdóttir hlaut hæsta styrkinn hjá Kraumi í ár. Aðrir sem fengu háan styrk voru Sólstafir, Lay Low, Of Monsters and Men og hátíðin Eistnaflug. Kraumur tónlistarsjóður hefur úthlutað ellefu milljónum króna til fimmtán tónlistartengdra verkefna. Þar af fengu tónlistarmenn sem eru að spila erlendis 5,4 milljónir. Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir fékk hæsta styrkinn, eða 1,2 milljónir króna. Hún gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra, We Sink, sem hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Rokksveitin Sólstafir fékk eina milljón í styrk og á eftir henni komu Lay Low og Of Monsters and Men með 800 þúsund krónur fyrir sameiginlega tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada sem er nýhafin. Kammerkór Suðurlands hlaut 600 þúsund krónur og Dead Skeletons, hljómsveit Jóns Sæmundar og Henriks Björnssonar, fékk hálfa milljón, rétt eins og Stafnbúi, sem þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen standa á bak við. Fjórar milljónir voru veittar til verkefna innanlands. Hæstu styrkina fengu tónlistarhátíðin Eistnaflug, Mr. Silla og Snorri Helga, eða 700 þúsund hver. Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival og hljómsveitin Moses Hightower hlutu hálfa milljón hvor. Kraumur hefur verið starfandi í fimm ár og í þetta sinn bárust sjóðnum 189 umsóknir um styrki. Megintilgangur Kraums er að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi og þá fyrst og fremst ungum tónlistarmönnum. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“