Safnplata frá Bjartmari í sumar 12. mars 2012 10:00 Bjartmar gefur út safnplötu í sumar í tilefni sextugsafmælis síns. „Það er kominn tími á þetta," segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson. Safnplata með 60 til 70 af hans bestu lögum verður gefin út 13. júní í tilefni sextugsafmælis hans þann sama dag. „Við byrjuðum að pæla í þessu eftir áramótin og ætlum að gera þetta í samvinnu við góða menn," segir Bjartmar sem hefur samið lög á borð við Týnda kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu og Fimmtán ára á föstu. Þrátt fyrir að sextugsafmælið nálgist segist hann aldrei hafa verið í eins góðu formi. „Ég var fótbrotinn í 27 ár og kominn í stellingar um að þetta væri búið að vera. Svo fékk ég heilsuna og þá fór heilinn í gang. Það kom snillingur og hjálpaði mér og þegar maður fær heilsuna aftur þakkar maður fyrir hana hverja einustu mínútu sem maður á eftir lifað. Ég er fullur af ástríðu, bæði í ljóðum, lögum og málverkum." Bjartmar lagði nýverið grunn að tveimur nýjum lögum með hljómsveit sinni Bergrisarnir og verða þau gefin út á næstunni. Þau verða á næstu plötu sveitarinnar, sem hugsanlega kemur út fyrir næstu jól. Fyrsta plata Bjartmars og Bergrisanna, Skrýtin veröld, kom út fyrir jólin 2010 við mjög góðar undirtektir. Hún seldist í þúsundum eintaka og fékk góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. „Það gefur manni innblástur og kraft þegar platan manns fær svona góðar móttökur. Það hjálpar manni að halda ástríðunni fyrir verkefninu," segir Bjartmar, sem er himinlifandi með hljómsveitina sína sem er skipuð þeim Agli Erni Rafnssyni, Birki Rafni Gíslasyni og Halldóri Warén. „Ég er rosalega ánægður með þessa spilara."-fb Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Það er kominn tími á þetta," segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson. Safnplata með 60 til 70 af hans bestu lögum verður gefin út 13. júní í tilefni sextugsafmælis hans þann sama dag. „Við byrjuðum að pæla í þessu eftir áramótin og ætlum að gera þetta í samvinnu við góða menn," segir Bjartmar sem hefur samið lög á borð við Týnda kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu og Fimmtán ára á föstu. Þrátt fyrir að sextugsafmælið nálgist segist hann aldrei hafa verið í eins góðu formi. „Ég var fótbrotinn í 27 ár og kominn í stellingar um að þetta væri búið að vera. Svo fékk ég heilsuna og þá fór heilinn í gang. Það kom snillingur og hjálpaði mér og þegar maður fær heilsuna aftur þakkar maður fyrir hana hverja einustu mínútu sem maður á eftir lifað. Ég er fullur af ástríðu, bæði í ljóðum, lögum og málverkum." Bjartmar lagði nýverið grunn að tveimur nýjum lögum með hljómsveit sinni Bergrisarnir og verða þau gefin út á næstunni. Þau verða á næstu plötu sveitarinnar, sem hugsanlega kemur út fyrir næstu jól. Fyrsta plata Bjartmars og Bergrisanna, Skrýtin veröld, kom út fyrir jólin 2010 við mjög góðar undirtektir. Hún seldist í þúsundum eintaka og fékk góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. „Það gefur manni innblástur og kraft þegar platan manns fær svona góðar móttökur. Það hjálpar manni að halda ástríðunni fyrir verkefninu," segir Bjartmar, sem er himinlifandi með hljómsveitina sína sem er skipuð þeim Agli Erni Rafnssyni, Birki Rafni Gíslasyni og Halldóri Warén. „Ég er rosalega ánægður með þessa spilara."-fb
Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“