Safnplata frá Bjartmari í sumar 12. mars 2012 10:00 Bjartmar gefur út safnplötu í sumar í tilefni sextugsafmælis síns. „Það er kominn tími á þetta," segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson. Safnplata með 60 til 70 af hans bestu lögum verður gefin út 13. júní í tilefni sextugsafmælis hans þann sama dag. „Við byrjuðum að pæla í þessu eftir áramótin og ætlum að gera þetta í samvinnu við góða menn," segir Bjartmar sem hefur samið lög á borð við Týnda kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu og Fimmtán ára á föstu. Þrátt fyrir að sextugsafmælið nálgist segist hann aldrei hafa verið í eins góðu formi. „Ég var fótbrotinn í 27 ár og kominn í stellingar um að þetta væri búið að vera. Svo fékk ég heilsuna og þá fór heilinn í gang. Það kom snillingur og hjálpaði mér og þegar maður fær heilsuna aftur þakkar maður fyrir hana hverja einustu mínútu sem maður á eftir lifað. Ég er fullur af ástríðu, bæði í ljóðum, lögum og málverkum." Bjartmar lagði nýverið grunn að tveimur nýjum lögum með hljómsveit sinni Bergrisarnir og verða þau gefin út á næstunni. Þau verða á næstu plötu sveitarinnar, sem hugsanlega kemur út fyrir næstu jól. Fyrsta plata Bjartmars og Bergrisanna, Skrýtin veröld, kom út fyrir jólin 2010 við mjög góðar undirtektir. Hún seldist í þúsundum eintaka og fékk góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. „Það gefur manni innblástur og kraft þegar platan manns fær svona góðar móttökur. Það hjálpar manni að halda ástríðunni fyrir verkefninu," segir Bjartmar, sem er himinlifandi með hljómsveitina sína sem er skipuð þeim Agli Erni Rafnssyni, Birki Rafni Gíslasyni og Halldóri Warén. „Ég er rosalega ánægður með þessa spilara."-fb Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það er kominn tími á þetta," segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson. Safnplata með 60 til 70 af hans bestu lögum verður gefin út 13. júní í tilefni sextugsafmælis hans þann sama dag. „Við byrjuðum að pæla í þessu eftir áramótin og ætlum að gera þetta í samvinnu við góða menn," segir Bjartmar sem hefur samið lög á borð við Týnda kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu og Fimmtán ára á föstu. Þrátt fyrir að sextugsafmælið nálgist segist hann aldrei hafa verið í eins góðu formi. „Ég var fótbrotinn í 27 ár og kominn í stellingar um að þetta væri búið að vera. Svo fékk ég heilsuna og þá fór heilinn í gang. Það kom snillingur og hjálpaði mér og þegar maður fær heilsuna aftur þakkar maður fyrir hana hverja einustu mínútu sem maður á eftir lifað. Ég er fullur af ástríðu, bæði í ljóðum, lögum og málverkum." Bjartmar lagði nýverið grunn að tveimur nýjum lögum með hljómsveit sinni Bergrisarnir og verða þau gefin út á næstunni. Þau verða á næstu plötu sveitarinnar, sem hugsanlega kemur út fyrir næstu jól. Fyrsta plata Bjartmars og Bergrisanna, Skrýtin veröld, kom út fyrir jólin 2010 við mjög góðar undirtektir. Hún seldist í þúsundum eintaka og fékk góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. „Það gefur manni innblástur og kraft þegar platan manns fær svona góðar móttökur. Það hjálpar manni að halda ástríðunni fyrir verkefninu," segir Bjartmar, sem er himinlifandi með hljómsveitina sína sem er skipuð þeim Agli Erni Rafnssyni, Birki Rafni Gíslasyni og Halldóri Warén. „Ég er rosalega ánægður með þessa spilara."-fb
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira