Lífið

Með gítarhönd í fatla

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Stefán.
Baráttujaxlinn, boltahetjan og gleðigjafinn Hermann Hreiðarsson, sem er á samningi hjá Coventry City, er einn af eigendum Kex Hostel við Skúlagötu. Hermann var sjálfur staddur í samkomusal Kexins á föstudagskvöld, með aðra hönd í fatla, enda tiltölulega nýkominn úr aðgerð á öxl.

Stemningin var ansi róleg, kannski fullróleg fyrir Hermann, sem teygði sig í nærliggjandi kassagítar og hugði væntalega á að rífa stuðið upp. Eftir að hafa tekið nokkur grip var þó ljóst að öxlin var ekki orðin partífær og þó „Herminator" sé annálaður fyrir að gefast aldrei upp mátti hann leggja gítarinn frá sér að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×