Lífið

Flott hjá Steed

Tískubloggarinn Diane Pernet birti nýverið myndband með hljómsveitinni Steed Lord á bloggi sínu. Myndbandið er við lagið Bed of Needles og skrifar Pernet einfaldlega „Flott!" við færsluna.

Pernet er stórt nafn innan tískuheimsins og hóf feril sinn sem hönnuður á níunda áratugnum. Hún færði sig næst út í búningahönnun en þekktust er hún fyrir störf sín hjá franska Vogue og Elle.com. Hún heldur núna úti blogginu A Shaded View on Fashion sem er mikið lesið af tískuunnendum.

Myndbönd Steed Lord virðast falla vel í kramið hjá fólki innan tískuiðnaðarins því auglýsing þeirra fyrir Standard-hótelin fékk nokkra umfjöllun á vefsíðu ítalska Vogue. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×