Þrjár hljómsveitir í einni 6. mars 2012 14:00 Hljómsveitin Tilviljun? gefur út smáskífuna Vaktu og heldur útgáfutónleika í tilefni af því. „Við erum eiginlega þrjár hljómsveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihúsum, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum," segir Elías Bjarnason, annar gítarleikari hljómsveitarinnar Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? hefur verið starfandi síðan árið 2010. „Við spilum helst rokktónlist en þó í bland við reggí, fönk, blús og djass," segir Elías og bætir við að hljómsveitin vinni saman að öllu sínu efni og semji lögin í sameiningu. Þrír bræður Elíasar spila í hljómsveitinni auk hans. Það eru þeir Aron á trommur, Markús á gítar og Birkir á píanó. Auk þeirra bræðra samanstendur hljómsveitin af Gylfa Braga Guðlaugssyni, bassaleikara og þeim Auði Sif Jónsdóttur, Önnu Bergljótu Böðvarsdóttur og Ingibjörgu Hrönn Jónsdóttur sem annast sönginn. Hljómsveitin er nú að gefa út smáskífuna Vaktu, sem er með fimm frumsömdum lögum. Í tilefni útgáfunnar verða tónleikar nú í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík.Vaktu með Tilviljun?„Við munum einblína helst á okkar eigið efni og vera í rokkgírnum," segir Elías og bætir við að textar hljómsveitarinnar séu flestir innblásnir af kristilegum boðskap en að tónlistin eigi þó að höfða til flestra. - trs Tónlist Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við erum eiginlega þrjár hljómsveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihúsum, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum," segir Elías Bjarnason, annar gítarleikari hljómsveitarinnar Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? hefur verið starfandi síðan árið 2010. „Við spilum helst rokktónlist en þó í bland við reggí, fönk, blús og djass," segir Elías og bætir við að hljómsveitin vinni saman að öllu sínu efni og semji lögin í sameiningu. Þrír bræður Elíasar spila í hljómsveitinni auk hans. Það eru þeir Aron á trommur, Markús á gítar og Birkir á píanó. Auk þeirra bræðra samanstendur hljómsveitin af Gylfa Braga Guðlaugssyni, bassaleikara og þeim Auði Sif Jónsdóttur, Önnu Bergljótu Böðvarsdóttur og Ingibjörgu Hrönn Jónsdóttur sem annast sönginn. Hljómsveitin er nú að gefa út smáskífuna Vaktu, sem er með fimm frumsömdum lögum. Í tilefni útgáfunnar verða tónleikar nú í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík.Vaktu með Tilviljun?„Við munum einblína helst á okkar eigið efni og vera í rokkgírnum," segir Elías og bætir við að textar hljómsveitarinnar séu flestir innblásnir af kristilegum boðskap en að tónlistin eigi þó að höfða til flestra. - trs
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“