Magni syngur til heiðurs Houston 1. mars 2012 16:00 Magni Ásgeirsson syngur á tónleikum til heiðurs Whitney Houston 22. mars. Mynd/heida.is „Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“