Lífeyrissjóðir ósáttir við innleysingu skatts 28. febrúar 2012 06:00 Lífeyrissjóðirnir mega ekki gefa eignir eftir. Þeir telja að verði skattur á frjálsan viðbótarsparnað innleystur dragi það úr stöðugleika kerfisins og tiltrú almennings.fréttablaðið/valli „Það er fljótsagt, þetta fellur í mjög grýttan farveg á meðal lífeyrissjóðanna,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um hugmyndir Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um aðkomu sjóðanna að niðurfærslu verðtryggðra lána. Helgi sagði í Fréttablaðinu í gær að ríkið ætti að innleysa skatttekjur á frjálsan hluta viðbótarlífeyrissparnaðar. Þá bendir hann á að lífeyrissjóðirnir hafi fengið 20 milljarða aukaafslátt af verðtryggðum skuldabréfum sem keypt voru af Seðlabanka Lúxemborgar eftir hrunið. Þessa fjármuni megi nýta í niðurfærsluna. Þórey segir ótækt að blanda saman viðskiptum sem áttu sér stað árið 2010 við breytingar á íbúðalánum nú. „Í þessum viðskiptum leystu lífeyrissjóðirnir inn dýrmætan gjaldeyri í gjaldeyrishöftum, þannig var aðkoma þeirra. Okkur þykir því ótækt að blanda þessu tvennu saman.“ Þórey segir ýmis rök mæla gegn hugmyndinni um að leysa inn skatttekjur á séreignasjóðina. „Í raun væri með því verið að draga úr stöðugleikanum í kerfinu og draga úr tiltrú almennings á kerfinu. Þetta dregur úr vali einstaklinga um hvenær þeir ætla að nýta tekjur sínar og borga skatta. Þá eykur þetta ekki tekjur ríkisins, heldur hliðrar þeim í tíma. Þannig eykst byrði komandi kynslóða.“ Þórey segir að verði þetta að veruleika aukist líkurnar á því að ríkið beri stærri skerf af lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. „Þetta mundi auka eyðsluna í dag og þýða minni sparnað og minni lífeyri. Byrðar almannatryggingakerfisins mundu því aukast í framtíðinni.“ Innan lífeyrissjóðanna er ekki verið að skoða hvort hægt sé að koma til móts við lántakendur með niðurfærslu lána. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Lífeyrissjóðunum er ekki heimilt að gefa eftir eignir. Ef á að koma til móts við einhverja verður það að gerast í gegnum skattkerfið. Það þýðir ekki að einblína á lífeyrissjóðina til að leysa þessi mál.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Það er fljótsagt, þetta fellur í mjög grýttan farveg á meðal lífeyrissjóðanna,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um hugmyndir Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um aðkomu sjóðanna að niðurfærslu verðtryggðra lána. Helgi sagði í Fréttablaðinu í gær að ríkið ætti að innleysa skatttekjur á frjálsan hluta viðbótarlífeyrissparnaðar. Þá bendir hann á að lífeyrissjóðirnir hafi fengið 20 milljarða aukaafslátt af verðtryggðum skuldabréfum sem keypt voru af Seðlabanka Lúxemborgar eftir hrunið. Þessa fjármuni megi nýta í niðurfærsluna. Þórey segir ótækt að blanda saman viðskiptum sem áttu sér stað árið 2010 við breytingar á íbúðalánum nú. „Í þessum viðskiptum leystu lífeyrissjóðirnir inn dýrmætan gjaldeyri í gjaldeyrishöftum, þannig var aðkoma þeirra. Okkur þykir því ótækt að blanda þessu tvennu saman.“ Þórey segir ýmis rök mæla gegn hugmyndinni um að leysa inn skatttekjur á séreignasjóðina. „Í raun væri með því verið að draga úr stöðugleikanum í kerfinu og draga úr tiltrú almennings á kerfinu. Þetta dregur úr vali einstaklinga um hvenær þeir ætla að nýta tekjur sínar og borga skatta. Þá eykur þetta ekki tekjur ríkisins, heldur hliðrar þeim í tíma. Þannig eykst byrði komandi kynslóða.“ Þórey segir að verði þetta að veruleika aukist líkurnar á því að ríkið beri stærri skerf af lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. „Þetta mundi auka eyðsluna í dag og þýða minni sparnað og minni lífeyri. Byrðar almannatryggingakerfisins mundu því aukast í framtíðinni.“ Innan lífeyrissjóðanna er ekki verið að skoða hvort hægt sé að koma til móts við lántakendur með niðurfærslu lána. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Lífeyrissjóðunum er ekki heimilt að gefa eftir eignir. Ef á að koma til móts við einhverja verður það að gerast í gegnum skattkerfið. Það þýðir ekki að einblína á lífeyrissjóðina til að leysa þessi mál.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira