Ráða ekki við meðferð kynferðisbrotamanna 27. febrúar 2012 06:00 Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð fanga svo vel sé, enda eru þeir tveir á meðan fangarnir eru á annað hundrað. fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira