Innlent

Meintur dólgur ekki skoðaður

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar fer með rannsóknir á vændis- og mansalsmálum.
Fréttablaðið/anton
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar fer með rannsóknir á vændis- og mansalsmálum. Fréttablaðið/anton
Rannsóknardeild lögreglunnar hefur ekki og mun ekki hafa samband við vefmiðilinn Pressuna til að fá upplýsingar um mann sem segist flytja inn vændiskonur hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður ekkert aðhafst í málinu sökum þess að fjölmiðlar gefi ekki að jafnaði upp heimildarmenn sína.

Pressan hefur á síðustu dögum birt viðtöl við ónafngreindan mann sem segist hafa flutt inn erlendar vændiskonur til Íslands. Kemur þar fram að vaxandi eftirspurn sé hér á landi eftir vændi og maðurinn segir flestar konurnar ?gerðar út? frá hótelum, einstaka gistiheimilum og leigðum íbúðum.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir fórnarlömb vændis, segir að hennar reynsla sýni að á meðan ekki sé sérstakt teymi hjá lögreglunni sem rannsakar vændi og mansal, þá gerist lítið í þessum málum.- svAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.