Innlent

Grænir skyndibílar klárir fyrir sumarið

Hann stefnir að því að taka græna skyndibíla í notkun fyrir sumarið.
Hann stefnir að því að taka græna skyndibíla í notkun fyrir sumarið.
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Northern Lights Energy (NLE) stefnir á að hefja rekstur skyndibílakerfis á höfuðborgarsvæðinu strax í sumar. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hugmyndir nokkurra fyrirtækja sem hafa áhuga á að koma slíku kerfi á, en Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækið hafi unnið lengi að svipuðu verkefni og muni hefja skyndibílarekstur í sumar, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

„NLE hefur unnið að þessari hugmynd frá árinu 2009 og við komum þá fram með nafnið „Skyndibílar“ sem við eigum sem skrásett vörumerki. Við hefðum getað farið fyrr af stað en lögðum áherslu á að nota aðeins bíla sem ganga fyrir íslenskri orku. Nú eigum við von á rafbílum frá indverska fyrirtækinu Reva á næstunni og er því ekkert að vanbúnaði.“

Gísli bætir því við að NLE sé í samvinnu við danskan aðila sem sé að þróa sambærilega lausn í Kaupmannahöfn.

„Okkar notendum mun líka standa til boða þeirra þjónusta án þess að skrá sig sérstaklega til þess,“ segir Gísli. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×