Innlent

Knýja á um fullvinnslu hérlendis

Helsta baráttumál SFÚ er að allur ferskur bolfiskur fari á innlendan fiskmarkað.
Helsta baráttumál SFÚ er að allur ferskur bolfiskur fari á innlendan fiskmarkað. Fréttablaðið/Stefán
Brýnt er að knýja á um frekari fullvinnslu afla hér á landi, að því er fram kemur í tilkynningu Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Skorað er á Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að aðgerðir úr samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna til að knýja á um frekari fullvinnslu komist til framkvæmda.

Samtökin segjast um leið fagna þeim áhuga sem Steingrímur hafi sýnt fiskmörkuðum með því að hafa á föstudag verið viðstaddur opnun fiskmarkaðar í Grimsby í kjölfar endurbóta á aðstöðu þar.

„Vel á fjórða tug þúsunda tonna af ferskum bolfiski eru flutt frá Íslandi óunnin ár hvert án þess að íslenskir fiskverkendur hafi raunverulegt tækifæri til að bjóða í hráefnið til jafns við erlenda kaupendur,“ segir í tilkynningu samtakanna og bent er á að um tveir þriðju hlutar fari til Bretlands. „Þar skapast þúsundir starfa við fullverkun hráefnisins með tilheyrandi verðmætaaukningu.“

SFÚ hafa óskað eftir fundum með öllum þingflokkum til að skýra betur sjónarmið sín. Að því er segir í tilkynningu hefur sá fyrsti þegar verið bókaður í þessari viku. Til að skýra betur markmið SFÚ hafa samtökin óskað eftir fundi með öllum þingflokkum og er fyrsti fundur staðfestur nú í viku sjö.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×