Lífið

Sigur Rós á fullu

Jónsi í Sigur Rós.
Jónsi í Sigur Rós.
Jónsi og félagar í Sigur Rós hafa bókað sig á tónlistarhátíðirnar Summer Sonic í Japan sem verður haldin 18. og 19. ágúst og á Winterthur í Sviss sem verður haldin viku síðar.

Þekktir flytjendur hafa boðað komu sína á Summer Sonic, eða Green Day, Rihanna, New Order og Idol-söngvarinn Adam Lambert.

Sigur Rós hafði áður tilkynnt um þátttöku sinna á Bestival-hátíðinni sem verður haldin í Englandi í september. Hljómsveitin gefur í vor út sína sjöttu hljóðversplötu en upptökum á henni lauk fyrir skömmu. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×