Lífið

Russell Crowe til Íslands?

Russell Crowe.
Russell Crowe.
Russell Crowe mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem verður hugsanlega tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Aronofsky er einnig sagður áhugasamur um að fá Liam Neeson til að leika annað hlutverk í myndinni.

Orðrómur var áður uppi um að Christian Bale eða Michael Fassbender færu með aðalhlutverkið en nú virðist sem Crowe, sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Gladiator, hreppi hnossið. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×