Innlent

Íslensk steypa umhverfisvæn

Framleiðsla á steinsteypu losar um 3 milljarða tonna af koltvísýringi á heimsvísu á ári.f réttablaðið/GVA
Framleiðsla á steinsteypu losar um 3 milljarða tonna af koltvísýringi á heimsvísu á ári.f réttablaðið/GVA
Steinsteypa sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Readymix Abu Dhabi hafa þróað, undir stjórn Ólafs Haraldssonar Wallewik, var nýverið valin umhverfisvænasta steinsteypa heims.

Steypan var verðlaunuð á Heimsþingi hreinnar orku sem fór fram í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hverju kílói af steypunni sem er framleitt fylgja einungis 50 grömm af koltvísýringi. Það er fjórðungur þess sem fylgir framleiðslu á hefðbundinni steypu af sama styrkleika. Árlega losar framleiðsla á steinsteypu um 3 milljarða tonna af koltvísýringi á heimsvísu.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×